Sport

Þegar þú gerir þetta þá missir þú EM-gullið þitt | Myndband og myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mahiedine Mekhissi-Benabbad farinn úr bolnum í gær.
Mahiedine Mekhissi-Benabbad farinn úr bolnum í gær. Vísir/Getty
Frakkinn Mahiedine Mekhissi-Benabbad vann 3000 metra hindrunarhlaup á EM í frjálsum í Zürich í gærkvöldi en hann fær þó ekki að halda gullinu.

Evrópska frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að dæma Mekhissi-Benabbad úr leik fyrir að fara úr treyjunni áður en hann kom í mark í úrslitahlaupinu.

Mekhissi-Benabbad tók sig nefnilega til á lokasprettinum, fór út keppnisbolnum og bæði veifaði honum og stakk honum upp í sig áður en hann hljóp yfir marklínuna.

Mekhissi-Benabbad fékk fyrst aðeins gula spjaldið frá mótshöldurum en var seinna dæmdur úr keppni eftir mótmæli úr herbúðum Spánverja. Spánverjinn Ángel Muller endaði í 4. sæti í hlaupinu en fékk bronsið eftir að Mekhissi-Benabbad var dæmdur úr leik.

Nýr Evrópumeistari er því Frakkinn Yoann Kowal og Pólverjinn Krystian Zalewski fær silfur í stað bronsins áður.

Það er hægt að sjá lokasprettinn hjá Mahiedine Mekhissi-Benabbad í myndbandinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×