Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2014 19:30 Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28