700 skjálftar frá miðnætti Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. ágúst 2014 20:00 Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“ Bárðarbunga Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“
Bárðarbunga Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira