Innlent

Erlendir miðlar greina frá mögulegu eldgosi

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegar tafir urðu á flugumferð í Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli árið 2010.
Gríðarlegar tafir urðu á flugumferð í Evrópu vegna gossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Vísir/AFP
Sænski miðillinn Dagens Nyheter og norska Verdens Gang hafa bæði greint frá skjálftavirkninni í norðvestanverðum Vatnajökli og mögulegu eldgosi.

Í frétt DN segir að eldfjallið sé eitt af þeim öflugustu á Íslandi og að öskuský kunni mögulega að trufla flugumferð. „Möguleikarnir eru um fifty-fifty,“ segir jarðskjálftafræðingurinn Reynir Böðvarsson, sem starfar við Háskólann í Uppsölum í samtali við DN.

Reynir segir skjálftavirknina í kringum Bárðarbungu geta þróast á tvo vegu, annað hvort lognist hún út af eða þá kunni hún að leiða til að eldgoss á næstu dögum.

Í fréttum norrænu miðlanna er eldgosið í Eyjafjallajökli rifjað upp en gosið olli miklum truflunum á flugumferð í Evrópu. „Það er ekki mögulegt að spá fyrir um hve stór eldgos geta orðið. Það er heldur ekki mögulegt að segja til um hvaða áhrif það kunni að hafa á flugumferð þar sem það snýst um vindátt,“ segir Reynir.


Tengdar fréttir

Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs

Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×