Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2014 11:45 Helgi Björnsson jöklafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. Hann telur þó að hlaupið yrði illskárra en það sem tók af brýrnar yfir Skeiðarársand í Gjálpargosinu fyrir átján árum. Það sem gerir Bárðarbungu sérlega hættulega eldstöð er að jarðsagan sýnir að hún veldur hamfarahlaupum, þegar jarðeldurinn bræðir mikið snjófarg á skömmum tíma, eins og Helgi Björnsson jöklafræðingur lýsir í hádegisfréttum Bylgjunnar: „Þetta er allt saman undir firnaþykkum jökli. Hann er allt að því 800 metra þykkur. Þar sem skjálftarnir eru akkúrat núna, sem er reyndar ekki í Bárðarbungu sjálfri, þar er þetta 600 metra þykkt. Þetta er alveg eins þykkt og var í Gjálpargosinu þegar það kom upp." Helgi segir að menn geti horft til hamfarahlaupsins sem kom niður á Skeiðarársand eftir Gjálpargosið árið 1996 en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og tók Skeiðarárbrú í sundur. Helgi telur að brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum yrði allar í mikill hættu ef eldgos kæmi upp á þeim stað sem nú þykir líklegastur, sem er í Dyngjujökli.Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum er lykiltenging milli Norðurlands og Austurlands. Ef hún fer rofnar hringvegurinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Það yrði firnamikið hlaup ef það kæmi upp gos undir í miðjum Dyngjujökli, þar sem jökullinn er 600 metra þykkur," segir Helgi. Hann áætlar að rennslið yrði svipað og í Gjálpargosinu, eða í kringum tífalt rennsli Þjórsár eða Ölfusár, og færi niður Jökulsá á Fjöllum. „En þetta yrði illskárra en var í Gjálpargosinu vegna þess að þarna myndi vatn væntanlega ekki safnast fyrir eins og gerðist 1996. Þá fór það niður í Grímsvötn og fyllti þau og kom svo með rennsli sem var tífalt það sem ég var að nefna áðan. Þannig að þetta yrði jafnara og minna, - en nógu slæmt samt," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02 Skjálftinn var 4,5 stig Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. 18. ágúst 2014 21:45 Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn "Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2014 09:58 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Erlendir göngumenn á hættusvæði Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð. 19. ágúst 2014 11:39 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 TF-SIF væntanleg síðdegis Frá Sikiley til Íslands með viðkomu á Bretlandi. 19. ágúst 2014 10:23 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. Hann telur þó að hlaupið yrði illskárra en það sem tók af brýrnar yfir Skeiðarársand í Gjálpargosinu fyrir átján árum. Það sem gerir Bárðarbungu sérlega hættulega eldstöð er að jarðsagan sýnir að hún veldur hamfarahlaupum, þegar jarðeldurinn bræðir mikið snjófarg á skömmum tíma, eins og Helgi Björnsson jöklafræðingur lýsir í hádegisfréttum Bylgjunnar: „Þetta er allt saman undir firnaþykkum jökli. Hann er allt að því 800 metra þykkur. Þar sem skjálftarnir eru akkúrat núna, sem er reyndar ekki í Bárðarbungu sjálfri, þar er þetta 600 metra þykkt. Þetta er alveg eins þykkt og var í Gjálpargosinu þegar það kom upp." Helgi segir að menn geti horft til hamfarahlaupsins sem kom niður á Skeiðarársand eftir Gjálpargosið árið 1996 en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og tók Skeiðarárbrú í sundur. Helgi telur að brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum yrði allar í mikill hættu ef eldgos kæmi upp á þeim stað sem nú þykir líklegastur, sem er í Dyngjujökli.Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum er lykiltenging milli Norðurlands og Austurlands. Ef hún fer rofnar hringvegurinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Það yrði firnamikið hlaup ef það kæmi upp gos undir í miðjum Dyngjujökli, þar sem jökullinn er 600 metra þykkur," segir Helgi. Hann áætlar að rennslið yrði svipað og í Gjálpargosinu, eða í kringum tífalt rennsli Þjórsár eða Ölfusár, og færi niður Jökulsá á Fjöllum. „En þetta yrði illskárra en var í Gjálpargosinu vegna þess að þarna myndi vatn væntanlega ekki safnast fyrir eins og gerðist 1996. Þá fór það niður í Grímsvötn og fyllti þau og kom svo með rennsli sem var tífalt það sem ég var að nefna áðan. Þannig að þetta yrði jafnara og minna, - en nógu slæmt samt," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02 Skjálftinn var 4,5 stig Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. 18. ágúst 2014 21:45 Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn "Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2014 09:58 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Erlendir göngumenn á hættusvæði Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð. 19. ágúst 2014 11:39 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 TF-SIF væntanleg síðdegis Frá Sikiley til Íslands með viðkomu á Bretlandi. 19. ágúst 2014 10:23 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02
Skjálftinn var 4,5 stig Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. 18. ágúst 2014 21:45
Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn "Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2014 09:58
Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37
Erlendir göngumenn á hættusvæði Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð. 19. ágúst 2014 11:39
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27