Kvikuhreyfing í Bárðarbungu hefur vakið athygli víða utan landsteinanna, enda myndi eldgos hafa gríðarleg áhrif á flugumferð í Evrópu.
Erlendir vef- og prentmiðlar hafa gert Bárðarbungumálinu góð skil, en hvernig gengur útlendingum að bera fram nafn fjallsins? Reynist þeim það auðveldara en að segja Eyjafjallajökull? Jói K., góðvinur Reykjavíkur síðdegis, skrapp niður í miðbæ Reykjavíkur til að kanna málið. Afraksturinn má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Reykjavík Síðdegis: Erlendir ferðamenn reyna að bera fram „Bárðarbunga“
Bjarki Ármannsson skrifar
