Íslenski boltinn

Atli jafnaði markamet Tryggva í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason skorar hér sitt tíunda mark í Evrópukeppni.
Atli Guðnason skorar hér sitt tíunda mark í Evrópukeppni. Vísir/Arnþór
Atli Guðnason skoraði annað mark FH-inga í 2-1 sigri á sænska liðinu Elfsborg í kvöld og er þar með búinn að jafna markamet Tryggva Guðmundssonar yfir flest mörk fyrir íslensk félög í Evrópukeppni. Þetta var nefnilega tíunda mark Atla í Evrópukeppni.

Atli skoraði fjögur mörk fyrir FH í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar en hafði áður skorað sex mörk fyrir félagið í Evrópuleikjum. Hann jafnaði Evrópumark met FH fyrir tveimur árum en það átti hann með Tryggva fyrir þetta sumar.

Tryggvi Guðmundsson skoraði mörkin sín fyrir FH (6) og ÍBV (4) og er Atli því fyrsti leikmaðurinn sem skorar tíu Evrópumörk fyrir eitt íslenskt félag.

Atli hafði áður bætt met Kjartans Henry Finnbogasonar sem hefur skorað átta Evrópumörk fyrir KR sem var fyrir þetta sumar það mesta sem sami leikmaður hafði skorað fyrir eitt íslenskt félag.

Atli skorar ekki fleiri Evrópumörk í sumar því FH-ingar duttu út úr Evrópukeppninni í kvöld þrátt fyrir að vinna seinni leikinn.

Vísir/Arnþór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×