Handbolti

FH fær markvörð frá Stjörnunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brynjar Darri fær tollerningu eftir sigur á Víkingi í umspilinu í fyrra.
Brynjar Darri fær tollerningu eftir sigur á Víkingi í umspilinu í fyrra. vísir/vilhelm
Brynjar Darri Baldursson, 21 árs gamall markvörður handknattleiksliðs Stjörnunar, er á leið til FH í N1-deildinni samkvæmt öruggum heimildum Vísis.

Brynjar Darri hjálpaði Stjörnunni upp í Olís-deildina á síðustu leiktíð, en hann spilaði alla 20 leiki liðsins í 1. deildinni.

FH-ingar verða án Daníels Freys Andréssonar á næstu leiktíð, en hann hélt út í atvinnumennsku til SönderjyskE í Danmörku fyrr í sumar.

Hjá FH mun Brynjar Darri berjast um stöðuna við annan ungan og efnilegan markvörð, Ágúst Elí Björgvinsson, sem stóð vaktina eftir að Daníel Freyr meiddist illa á síðustu leiktíð.

FH komst með naumindum í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð og var 2-0 yfir gegn Haukum í undanúrslitum, en tapaði næstu þremur leikjum og var sent í snemmbúið sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×