Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2014 20:00 Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg. Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg.
Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00