Eigandi Víðis: „Kraftaverk að við sluppum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 12:32 Víðir slapp, á ótrúlegan hátt. Vísir/Vilhelm „Ég stóð hérna fyrir utan og fylgdist með brunanum, ég hélt að allt myndi fara,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis, um brunann í Skeifunni í gær og bætir við: „Það er kraftaverk að við sluppum. Kraftaverk. Ef maður horfir á loftmyndir af þessu sést það betur hversu ótrúlegt það er að verslunin hafi sloppið. Slökkviliðsmennirnir unnu frábært starf hérna í gær og vindáttin hefur líka hjálpað til.“ Eiríkur bjó sig undir það versta þegar hann fylgdist með eldinum á hliðarlínunni. „Það hefði verið hrikalegt ef allt hefði brunnið. Hér eru höfuðstöðvar okkar, tölvubúnaður og mikilvæg gögn. Það var peningur í kassanum og bílar hérna fyrir utan. Það var erfitt að fylgjast með og geta ekkert gert.“Hér má sjá reykinn í gær.Vísir/Atli ÍsleifssonSlökkviliðsmenn fengu að borða í Víði í gær. „Já, við vildum gefa þeim smá sykur, smá orku. Þeir komu hingað og fengu kók og prins. Ég er þeim svo ofboðslega þakklátur. Ég þakka þeim kærlega fyrir. Þetta eru hetjur.“ Engar teljandi skemmdir urðu á versluninni og er hún nú opin almenningi. Að sögn Eiríks fór heitavatnsrör í sundur í brunanum og ljósleiðari bráðnaði. Því var búðin án netsambands. Í hádeginu var töluvert af fólki í búðinni og virtist allt ganga snuðrulaust fyrir sig.Búið var að opna Víði í morgun. Þessi mynd er tekin í hádeginu.Vísir/Vilhelm Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16 Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans Sjóvá tryggði mest af þeim eignum sem brunnu í Skeifunni í nótt. 7. júlí 2014 11:58 Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18 Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal. 7. júlí 2014 11:38 Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“ „Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu. 7. júlí 2014 10:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
„Ég stóð hérna fyrir utan og fylgdist með brunanum, ég hélt að allt myndi fara,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eigandi matvöruverslunarinnar Víðis, um brunann í Skeifunni í gær og bætir við: „Það er kraftaverk að við sluppum. Kraftaverk. Ef maður horfir á loftmyndir af þessu sést það betur hversu ótrúlegt það er að verslunin hafi sloppið. Slökkviliðsmennirnir unnu frábært starf hérna í gær og vindáttin hefur líka hjálpað til.“ Eiríkur bjó sig undir það versta þegar hann fylgdist með eldinum á hliðarlínunni. „Það hefði verið hrikalegt ef allt hefði brunnið. Hér eru höfuðstöðvar okkar, tölvubúnaður og mikilvæg gögn. Það var peningur í kassanum og bílar hérna fyrir utan. Það var erfitt að fylgjast með og geta ekkert gert.“Hér má sjá reykinn í gær.Vísir/Atli ÍsleifssonSlökkviliðsmenn fengu að borða í Víði í gær. „Já, við vildum gefa þeim smá sykur, smá orku. Þeir komu hingað og fengu kók og prins. Ég er þeim svo ofboðslega þakklátur. Ég þakka þeim kærlega fyrir. Þetta eru hetjur.“ Engar teljandi skemmdir urðu á versluninni og er hún nú opin almenningi. Að sögn Eiríks fór heitavatnsrör í sundur í brunanum og ljósleiðari bráðnaði. Því var búðin án netsambands. Í hádeginu var töluvert af fólki í búðinni og virtist allt ganga snuðrulaust fyrir sig.Búið var að opna Víði í morgun. Þessi mynd er tekin í hádeginu.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16 Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans Sjóvá tryggði mest af þeim eignum sem brunnu í Skeifunni í nótt. 7. júlí 2014 11:58 Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18 Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal. 7. júlí 2014 11:38 Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“ „Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu. 7. júlí 2014 10:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49
Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11
Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. 7. júlí 2014 10:16
Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans Sjóvá tryggði mest af þeim eignum sem brunnu í Skeifunni í nótt. 7. júlí 2014 11:58
Sprengihætta í Skeifunni | Liðsauki frá Keflavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að halda sig fjarri brunavettvangi í Skeifunni vegna sprengihættu. 6. júlí 2014 22:18
Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal. 7. júlí 2014 11:38
Slökkviliðið útskýrir dökkan reyk: „Þetta er eiginlega eins og tjara sem flýgur út í loftið“ „Maður sá það úr margra kílómetra fjarlægð að þetta væri stórbruni,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu. 7. júlí 2014 10:31