Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 20:00 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir íbúðasvæði en í dag er um helmingur lands í Skeifunni bílastæði. Mikilvægt sé að þróa hverfið með hliðsjón af því sem þar er fyrir en gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum. Miðja Reykjavíkurborgar er í rauninni í Skeifunni. Þar er gert ráð fyrir allnokkri íbúðabyggð samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2030. Spurningin er hvort þeir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað á sunnudagskvöld verði til þess að flýta þeirri skipulagsvinnu? „Það er hugsanlegt. Aðalatriðið til að byrja með er að spá í það hvernig þeir sem urðu fyrir miklu tjóni fá það bætt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. En það er rétt að í aðalskipulaginu sem gildir til 2030 er gert ráð fyrir því að hér geti komið 500 íbúðir og reyndar hafa menn lengi horft til þessa svæðis. Það má segja að þetta sé risastórt bílastæði með slatta af byggingum. Ég held að tæplega 50 % svæðisins séu bílastæði,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hjálmar segir Skeifuna liggja frábærlega í borginni fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. En það sé ekki sama hvernig hverfið verði skipulagt. „Hér er blómlegur business og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram hérna. Og ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er. Þannig að hérna verði íbúðasvæði. En hérna geti líka þær verslanir og skrifstofur sem fyrir eru haldið áfram að þrífast og stunda sín viðskipti,“ segir Hjálmar. Samstarfs- og skipulagshópurinn Hæg breytileg átt hafði löngu fyrir brunann sett fram hugmyndir um framtíðarskipulag Skeifunnar, þar sem m.a. er horft til Soho hverfisins í Lundúnum. Hjálmari lýst vel á hugmyndir hópsins. „Ég hef skoðað þetta svolítið og ég er eiginlega algerlega sammála öllum þeirra áherslupunktum. Þar er einmitt gert ráð fyrir að þetta verði ekki, ef til kemur, eitthvað blokkarhverfi, heldur einmitt þessi skemmtilega blanda af atvinnustarfsemi og íbúðum. Eins og er í þessu fræga Meat District hverfi á Manhattan og í Soho. Hér eru frábær tækifæri til að byggja upp slíkt hverfi,“ segir Hjálmar Sveinsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira