Sjúkraskýrslum sem fjalla um ástand Michael Schumacher var stolið af franska spítalanum sem Schumacher hefur dvalist á.
Í skýrslunum er fjallað um aðgerðirnar sem framkvæmdar voru til þess að reyna að bjarga lífi Schumacher, áfanga og viðbrögð Schumacher.
Schumacher vaknaði úr dái á mánudaginn en þá hafði hann verið í dái frá því að hann lenti í alvarlegu skíðaslysi þann 29. desember.
Staðfest hefur verið að gögnunum var stolið og hefur fjölmiðlum erlendis verið boðinn aðgangur að gögnunum fyrir tæplega átta milljónir króna en ekki hefur verið sannreynt um rétt gögn sé að ræða.