Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júní 2014 16:30 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.” CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, en ákæra gegn honum og tveimur öðrum stjórnendum bankans var þingfest í héraðsdómi í morgun. Hann segir málið vera fáránlegt og sakar sérstakan saksóknara um að stunda nornaveiðar. Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins en lánin voru samkvæmt ákæru veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Telur ákæruvaldið að ákærðu hafi með háttsemi sinni valdið Kaupþingi gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Samkvæmt ákæru sérstaks saksóknara tapaði Kaupþing 510 milljónum evra, tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á viðskiptunum. Brot ákærðu eru talin stórfelld. Hreiðar Már Sigurðsson var viðstaddur þingfestingu málsins í dag en dómari gaf honum kost á að tjá sig um sakargiftir málsins. „Háttvirtur dómur. Ég starfaði hjá Kaupþingi í 15 ár, þar af 10 sem forstjóri. Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans. Ákæran er röng og ég er saklaus.“ Verjandi Hreiðars fór fram á það fyrir héraðsdómi í dag að málinu yrði vísað frá dómi. „Það er á grundvelli brota við rannsókn málsins. Meðal annars að samtöl mín og verjanda míns voru hleruð og það eru klár brot á mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni og við teljum að þetta eigi að valda frávísun málsins.” Hreiðar gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara harðlega. „Það er á nornaveiðum. Það er búið að eyða yfir 6.000 milljónum, eftir því sem ég best veit. Embættið er sett upp til að fara á eftir bankamönnum. Ég vil benda þjóðinni á það að það eru einungis bankastjórar einkabankanna sem voru ákærðir. Það er eins og allt óheiðarlega fólkið hafi unnið í einkabönkum, en allt heiðarlega fólkið hjá hinu opinbera. Þetta er bara fáránlegt. Þetta er hvergi annars staðar í heiminum sem þetta á sér stað sem er að eiga sér stað hérna á Íslandi. En sannleikurinn mun koma í ljós.”
CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04