Miðjumaður Bandaríkjanna hefði getað orðið afreksmaður í glímu Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. júní 2014 23:15 Kyle Beckerman valdi knattspyrnuna fram yfir glímuna. Vísir/Getty Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira