Miðjumaður Bandaríkjanna hefði getað orðið afreksmaður í glímu Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. júní 2014 23:15 Kyle Beckerman valdi knattspyrnuna fram yfir glímuna. Vísir/Getty Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Bandaríski miðjumaðurinn Kyle Beckerman spilaði í 90 mínútur á miðjunni hjá Bandaríkjunum gegn Gana fyrr í vikunni. Þessi hárprúði leikmaður var á sínum tíma framúrskarandi glímumaður áður en knattspyrnan varð fyrir valinu. Beckerman hóf ungur að aldri að glíma og var fljótt afar farsæll. Hann hafnaði í 3. sæti á Mid Atlantic Classic mótinu en það er eitt allra sterkasta ungmenna glímumót Bandaríkjanna. Mótið er talið hafa gott forspárgildi fyrir framtíðina og telja sérfræðingar að hann hefði getað komist alla leið á Ólympíuleikana hefði hann lagt glímuna fyrir sig. Áður en hann hætti glímunni var hann einn besti glímumaður Bandaríkjanna í sínum aldursflokki. Þegar hann var 15 ára ákvað hann hins vegar að leggja glímuskóna á hilluna og einbeita sér þess í stað að knattspyrnu. Knattspyrnan átti hins vegar hug hans allan. Að sögn foreldra hans yfirgaf hann glímusalinn á sterku glímumóti áður en hann átti að keppa í undanúrslitunum. Hann var orðinn of seinn í fótboltaleik og ákvað því að gefa undanúrslitaglímuna. Eldri bróðir hans, Todd Beckerman, hélt áfram í glímunni og hlaut tvisvar „All-American“ nafnbótina í efstu deild bandarísku háskólaglímunnar (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu). Kyle Beckerman sér væntanlega ekki eftir þessari ákvörðun í dag en þessi 32 ára leikmaður er fastamaður í bandaríska landsliðshópnum og spilar með Real Salt Lake í MLS-deildinni.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira