L - Listi Fólksins hélt meirihluta sínum á Blönduósi naumlega og fékk 51% og fjóra menn. J-Listi umbótasinnaðra Blönduósinga fékk 49% og þrjá menn kjörna.
Valgarður Hilmarsson, oddviti Lista fólksins, líst vel á komandi kjörtímabil. „Okkur líst ágætlega á þetta. Við fórum fram með þetta í huga og erum tilbúin í að takast á við kjörtímabilið.“
Valgarður kemur inn í þetta kjörtímabil eftir að hafa verið á lista 2006-10. Hann segir helsta verkefni komandi kjörtímabils vera efling atvinnulífsins á Blönduósi.
„Það er númer eitt, tvö og þrjú, svo ætlum við að standa vörð um velferðarkerfið okkar,“ segir Valgarður.
Listi fólksins hélt naumlega meirihluta sínum
Samúel Karl Ólason skrifar
