Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 11:30 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ. Vísir/Pjetur Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05