Fótbolti

Ísland fer upp um sex sæti á heimslistanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið í gær.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið í gær. Vísir/Daníel
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um sex sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun en strákarnir okkar eru nú í 52. sæti.

Þegar litið er aðeins á Evrópuþjóðir er Ísland í 29. sæti, einu sæti fyrir ofan Norðmenn og einu sæti fyrir neðan Svartfjallaland.

Holland er efst liðanna sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust en Hollendingar eru í 15. sæti á heimslistanum og í 9. sæti á Evrópulistanum.

Tékkar koma þar næstir í 34. sæti, Tyrkir eru í 35. sæti, Lettar í 109. sæti og Kasakstan í 124. sæti.

Heims- og Evrópumeistarar Spánar eru sem fyrr í efsta sæti listans og Þjóðverjar halda öðru sætinu. Brasilía fer upp um eitt sæti og er nú í því þriðja.

Hér má sjá allan listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×