Hjúkrunarfræðingurinn tók sér frest Stefán Óli Jónsson skrifar 6. júní 2014 09:59 Frá þingfestingu í morgun. Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, og lögfræðingur Landspítalans fóru fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því frestað til 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi en atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Vísis herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Ríkisaksóknari telur brot hjúkrunarfræðingsins, sem er á þrítugasta og sjöunda aldursári, varða við 215. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kveður á um að ef bani hlýst af gáleysi annars manns þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Saksóknari telur einnig að framangreind háttsemi starfsmannsins varði Landspítala einnig refsiábyrgð samkvæmt lögum um refsiábyrgð lögaðila eins og segir í ákærunni. Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19 Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Sjá meira
Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, og lögfræðingur Landspítalans fóru fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því frestað til 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi en atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Vísis herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Ríkisaksóknari telur brot hjúkrunarfræðingsins, sem er á þrítugasta og sjöunda aldursári, varða við 215. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kveður á um að ef bani hlýst af gáleysi annars manns þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Saksóknari telur einnig að framangreind háttsemi starfsmannsins varði Landspítala einnig refsiábyrgð samkvæmt lögum um refsiábyrgð lögaðila eins og segir í ákærunni.
Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19 Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Sjá meira
Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00
Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19
Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00