Ríkissaksóknari hefur lagt fram ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. Málið á rætur sínar að rekja til atviks sem átti sér stað árið 2012 sem varð til þess að maður lést.
Hjúkrunarfræðingurinn er í starfsleyfi.
Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. Landspítalinn standi þó með hinum ákærða.
Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Heimildir Vísis herma að þetta sé mikið áfall fyrir starfsfólk spítalans. Í tilkynningu Landspítalans segir einnig að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því, þar sem ákæran hefði ekki verið formlega birt starfsmanninum eða spítalanum.
