Fótbolti

U19 fékk skell gegn Serbum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rúnar Alex
Rúnar Alex Vísir/Daníel
Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri fékk stóran skell í Dublin í dag í 6-0 tapi gegn Serbum.

Um er að ræða milliriðla á Evrópumóti u-19 en Ísland er með Serbum, Írum og Tyrkjum í riðli en íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum gegn Írum á miðvikudaginn.

Stuttir kaflar gerðu út um möguleika íslenska liðsins í dag. Tvö mörk með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik gerði það að verkum að Serbar fóru inn í hálfleik með 2-0 forskot.

Á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu Serbar út um leikinn með þremur mörkum. Tíu mínútum fyrir lok leiksins bættu Serbar við lokamarki leiksins.

Íslenska liðið hélt út seinustu mínútur leiksins og lauk leiknum því með 6-0 sigri Serba. Íslenska liðið mætir Tyrkjum á mánudaginn í síðustu umferð milliriðlanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×