„Hver á núna að passa barnið mitt?“ Valdimar Víðisson skrifar 20. maí 2014 10:13 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir í tvö ár. Grunnskólakennarar hafa beðið þolinmóðir eftir launaleiðréttingu og viðurkenningu á því mikla álagi sem fylgir þessu starfi. Því miður þurftu grunnskólakennarar að grípa til vinnustöðvunar. Fyrsta vinnustöðvunin var 15. maí, önnur vinnustöðvunin hefur verið boðuð 21. maí og þriðja vinnustöðvunin 27. maí. Vonandi tekst að semja áður en til þess kemur. Samkvæmt formanni félags grunnskólakennara þá þokast í rétta átt og það er vel. Umræðan um þessa vinnustöðvun hefur verið sáralítil, fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á þessum aðgerðum, sjálfsagt af því að hér er um að ræða stétt sem vinnur með fólk en ekki peninga. Ég hef fengið símtöl frá fólki sem veit ekki af því að það eru boðaðir þrír dagar í vinnustöðvun. Einhverjir hafa látið það út úr sér að það sé skipulagsdagur í grunnskólum Hafnarfjarðar og því skiptir þetta ekki öllu og sumir tala um að það séu vandræði á heimilinu því nú veit fólk ekki hver á að „passa“ barnið þeirra. Hvar er umræðan um það álag sem fylgir starfinu? Hvar er umræðan um að meðallaun kennara séu um 320.000 kr. og það fyrir skatt? Hvar er umræðan um þau fjölmörgu verkefni sem hafa færst yfir á kennara síðustu ár án þess að launin hafi hækkað? Þessi vinnustöðvun hefur áhrif á rúmlega 42.000 grunnskólanemendur og snertir allflest heimili með einum eða öðrum hætti. Afleiðingarnar eru þær að nemendur missa úr daga, kennarar missa úr daga til að skipuleggja námsmat, stjórnendur missa kennara úr vinnu varðandi skólanámskrá og skipulag næsta skólaárs og svona mætti lengi telja. Kennari í fullu starfi skilar rúmlega 42 klst. í vinnu í hverri viku. Vinnuvikan hjá öðrum eru 40 klst. Með þessum „umfram“ tíma eru kennarar að vinna af sér jólaleyfi og páskaleyfi. Yfir sumartímann eiga kennarar að sinna yfir 100 klst. í endurmenntun. En umræðan er ekki um þessa miklu vinnu kennara, hún er um það að kennarar eiga svo gott frí. Það er kominn tími til að snúa umræðunni við. Það er kominn tími til að sýna kennurum stuðning í sinni baráttu. Þeir þurfa hærri laun. Ég efast um að aðrar starfsstéttir gætu sætt sig við aukið álag og fleiri verkefni en með sömu laun. Góður kennari skiptir gífurlega miklu máli fyrir skólagöngu barna. Fyrir nokkrum árum útskrifuðust tugir kennara á hverju vori, í vor útskrifast 20 kennarar frá Háskóla Íslands. Ef það verður ekki breyting á kjörum kennara þá kvíði ég framtíð grunnskólans. Forgangsröðunin er svo röng, við þurfum að fjárfesta í menntun, það skilar sér svo margfalt tilbaka. Horfum fram á veginn, leiðréttum kjör kennara og viðurkennum það gífurlega mikla álag sem fylgir þessu starfi. Áfram kennarar.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun