Innlent

Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna

Randver Kári Randversson skrifar
Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. visir/GVA

Staðan sem nú er komin upp í kjölfar ákæru ríkissaksóknara vegna atviks á árinu 2012, þegar sjúklingur lést, veldur óvissu og mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna.



Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að álag á spítalann sé of mikið og að starfsaðstæður séu óviðunandi.



Þetta kemur fram í ályktun frá Hjúkrunarráði Landspítalans, en hún hljóðar svona í heild:

Ályktun frá Hjúkrunarráði Landspítala



Landspítala og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild hefur nú verið birt ákæra

vegna atviks á árinu 2012. Hjúkrunarráð Landspítala harmar þetta atvik þar sem

maður lést og vottar aðstandendum hans dýpstu samúð.



Hjúkrunarráð hefur ítrekað bent á að álag á Landspítalanum sé of mikið og að

starfsaðstæður séu víða óviðunandi. Staðan sem nú er upp komin veldur óvissu og

mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna.



Hjúkrunarráð Landspítala fer fram á það við stjórnvöld og stjórnendur spítalans að

sett verði viðurkennd öryggismörk hjúkrunar. Jafnframt þarf að leggja fram

viðbragðsáætlun við frávikum, með öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna að

leiðarljósi.



F.h. Hjúkrunarráðs Landspítala

Guðný Friðriksdóttir, formaður hjúkrunarráðs


Tengdar fréttir

"Hún getur ekki verið ein ábyrg“

Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×