Handbolti

Ragnar áfram hjá FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Jóhannsson.
Ragnar Jóhannsson. Vísir/Daníel
Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson framlengdi í morgun samning sinn við FH og mun leika áfram með liðinu í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH. 

„Ragnar hefur verið mjög eftirsóttur af liðum erlendis sem og hér heima eftir að tímabilinu lauk en hann ákvað að vera áfram hjá fimleikafélginu næsta vetur," segir í fréttatilkynningunni frá FH.

FH-ingar ætla síðan að reyna að hjálpa Ragnari að komast í atvinnumennsku eftir næsta tímabil en margir FH-ingar hafa komist út í atvinnumennsku undanfarin ár.

„Við FH-ingar erum alveg í skýjunum, Raggi er gríðarlega öflugur leikmaður og drengur góður, þetta var gott kaffi í Krikanum í morgun," sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH, í fréttatilkynningunni.

Ragnar Jóhannsson skoraði 57 mörk í 16 leikjum með FH í deildarkeppninni (3,6 í leik) en í úrslitakeppninni var hann með 19 mörk í 5 leikjum í undanúrslitaseríunni á móti Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×