Er þetta einmitt sú veröld sem ég vil? Unnur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar 26. maí 2014 15:10 Það kannast kannski margir við ljóðlínuna „og seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” úr laginu Áfram stelpur! Þetta lag hef ég sungið hátt og snjallt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar enda er þetta frábær textasmíð eftir þau Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jónsson. En er þetta „seinna”, þar sem börnin segja að þetta sé einmitt sú veröld sem þau vilja, komið? Þegar þetta lag var sungið og spilað á Kvennafrídeginum 24. október árið 1975 var ég ekki fædd svo ég reikna með að ég sé sú kynslóð sem sungið er um í laginu og ég veit hvernig veröld ég vil. Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í? Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar. Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig. Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu. Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það kannast kannski margir við ljóðlínuna „og seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” úr laginu Áfram stelpur! Þetta lag hef ég sungið hátt og snjallt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar enda er þetta frábær textasmíð eftir þau Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jónsson. En er þetta „seinna”, þar sem börnin segja að þetta sé einmitt sú veröld sem þau vilja, komið? Þegar þetta lag var sungið og spilað á Kvennafrídeginum 24. október árið 1975 var ég ekki fædd svo ég reikna með að ég sé sú kynslóð sem sungið er um í laginu og ég veit hvernig veröld ég vil. Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í? Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar. Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig. Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu. Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”!
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun