Er þetta einmitt sú veröld sem ég vil? Unnur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar 26. maí 2014 15:10 Það kannast kannski margir við ljóðlínuna „og seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” úr laginu Áfram stelpur! Þetta lag hef ég sungið hátt og snjallt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar enda er þetta frábær textasmíð eftir þau Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jónsson. En er þetta „seinna”, þar sem börnin segja að þetta sé einmitt sú veröld sem þau vilja, komið? Þegar þetta lag var sungið og spilað á Kvennafrídeginum 24. október árið 1975 var ég ekki fædd svo ég reikna með að ég sé sú kynslóð sem sungið er um í laginu og ég veit hvernig veröld ég vil. Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í? Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar. Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig. Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu. Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það kannast kannski margir við ljóðlínuna „og seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” úr laginu Áfram stelpur! Þetta lag hef ég sungið hátt og snjallt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar enda er þetta frábær textasmíð eftir þau Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jónsson. En er þetta „seinna”, þar sem börnin segja að þetta sé einmitt sú veröld sem þau vilja, komið? Þegar þetta lag var sungið og spilað á Kvennafrídeginum 24. október árið 1975 var ég ekki fædd svo ég reikna með að ég sé sú kynslóð sem sungið er um í laginu og ég veit hvernig veröld ég vil. Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í? Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar. Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig. Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu. Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”!
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun