Setjum börnin í fyrsta sæti Karl Pétur Jónsson skrifar 28. maí 2014 10:23 Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarin misseri ekki haft margar ástæður til að gleðjast yfir skólamálum þegar horft er til árangurs íslenskra barna í könnunarprófum PISA. Útkoman hefur farið dalandi sé litið yfir þróun síðustu ára og er það mjög miður. Ánægja kennara með kjör sín og starfsumhverfi hefur dalað verulega. Þó eru ljós í þessu myrkri og meðal þeirra er árangur einstakra skóla. Skólinn okkar á Seltjarnarnesi er ein af þessum týrum í myrkrinu. Árangur barna á Seltjarnarnesi hefur haldist jafn og góður á undanförnum árum og aðrar samræmdar mælingar á líðan og árangri barna á Seltjarnarnesi benda til þess að Grunnskóli Seltjarnarness sé í fremstu röð hér á landi. Þessu fagna ég sem foreldri tveggja grunnskólabarna og tveggja leikskólabarna sem munu hefja skólanám á næstu árum. En er nóg að vera með þeim skástu af skussunum? Skólakerfi Íslands tekur sér æ lakari stöðu í samkeppni þjóðanna um menntun fyrir börn. Á sama tíma aukast möguleikar komandi kynslóða á að sækja sér menntun til annarra landa og starfa um hríð eða til lengri tíma í alþjóðlegu umhverfi. Samkeppnin sem þetta unga fólk framtíðarinnar mun mæta eru ungmenni sem hlotið hafa sína menntun í skólakerfum þar sem betri árangur næst og meira fé er varið til menntunar. Með því að kasta til hendinni við menntun komandi kynslóða minnkum við samkeppnishæfni þeirra og á sama tíma hæfni samfélagsins alls til að keppa við aðrar þjóðir. Á þetta er meðal annars bent í ágætri skýrslu McKinsey sem gefin var út á síðasta ári. Róttækra aðgerða er þörf til að snúa við þessari þróun. Einhverstaðar verður að byrja og Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að ekki dugir að vera með þeim bestu á Íslandi. Stefna verður hærra. Haldi flokkurinn þeim styrk sem hann hefur haft í bæjarstjórn á Nesinu verður lagt af stað í vegferð sem tryggja á að þróun skólastarfs verði með þeim hætti að foreldrar geti gengið að því vísu á Nesinu að þar sé, ef ekki með bestu skólum landsins, þá sá allra besti. Markmið okkar er að skólinn okkar geti ekki aðeins keppt við aðra skóla hérlendis um gæði náms, heldur einnig alla skóla allstaðar. Breytingar þurfa að byrja einhverstaðar, hvers vegna ekki á Seltjarnarnesi, þar sem allar aðstæður eru til hendi – góður skóli, jákvætt hugarfar, vel rekið bæjarfélag, gott samfélag foreldra og kraftmiklir krakkar. Við setjum börnin í fyrsta sæti.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar