Íslenski boltinn

Auðunn kominn á blað í 4. deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Auðunn Blöndal hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir Létti í 4. deild karla þetta tímabilið.

Auðunn er í byrjunarliði Léttis sem mætir Kormáki/Hvöt í C-riðils 4. deildarinnar. Hann skoraði markið á 31. mínútu og jafnaði þar með metin í 2-2. Kormákur/Hvöt hafði þá tvívegis komist yfir í leiknum.

Þess má geta að þjálfari Léttis er Ríkharð Óskar Guðnason, útvarpsmaður og lýsandi á Stöð 2 Sport. Meðal annarra leikmanna liðsins er enn einn útvarpsmaðurinn, Heiðar Austmann, og er hann fyrirliði Léttis.

Auðunn lék með Skallagrími í 1. og 2. deild karla á sínum tíma en tók fram skóna fyrir síðasta tímabil og skoraði þá tvö mörk í fimm leikjum.

Léttir vann öruggan 4-0 sigur á Afríku í fyrstu umferð deildarinnar í vor en Kormákur/Hvöt steinlá þá fyrir KFG, 7-0.

Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×