Innlent

Benedikt leiðir lista Bjartrar framtíðar á Ísafirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Björt framtíð samþykkti framboðslista til sveitarstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ á fundi sínum í gær. þ í er ljóst að fjögur framboð standa til boða fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar þann 31. maí.

Benedikt Bjarnason leiðir lista flokksins í kosningunum. Benedikt var áður flokksbundinn Samfylkingu og var formaður félagsins á Ísafirði í fyrra. Hann var einnig í framboði fyrir Í-listann, sem er framboð félagshyggjuflokka á Ísafirði árið 2010.

Gunnlaugur Grétarsson, formaður félagsins á Ísafirði sagði í gær í samtali við Vísi að samstarf við alla flokka kæmi til greina að loknum kosningum. „Við útilokum engan og göngum óbundin til kosninga. Við viljum vinna með öllum flokkum að opnum huga, hvort sem er í minnihluta eða meirihluta.“ sagði Gunnlaugur sem var ánægður með að framboðið náði að manna lista til sveitarstjórnarkosninga.



Listi Bjartrar framtíðar er svohljóðandi

1. Benedikt Bjarnason, Þjónustufulltrúi

2. Aðalheiður Rúnarsdóttir, Fulltrúi hjá LífVest

3. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Verkefnastj.

4. Anna Guðrún Gylfadóttir, Byggingarfulltrúi

5. Ómar Örn Sigmundsson, Vélstjóri

6. Sunneva Sigurðardóttir, Hárgreiðslumeistari

7. Jóhann D. Svansson, Bakari

8. Gunnlaugur I.M. Grétarsson, Leiðsögumaður

9. Bryndís Ósk Jónsdóttir, Saksóknari

10. Stígur Berg Sophusson, Skipstjóri

11. Freyja Rein Grétarsdóttir, Verkakona

12. Ólöf Öfjörð, Dagforeldri

13. Guðmundur Heiðar Svanbergsson, Sjúkraflutningsmaður

14. Hrund Sæmundsdóttir, Þjónustufulltrúi

15. Stefanía Kristín Leiknisdóttir, Nemi

16. Sigurður Aron Snorrason, Matreiðslumaður

17. Salóme Katrín Magnúsdóttir, Nemi

18. Valdimar Hreiðarsson, Prestur

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×