Teitur kvaddur með virktum | Glæsileg kveðjugjöf Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 16:45 Teitur með treyjuna glæsilegu vísir/kj Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira