Teitur kvaddur með virktum | Glæsileg kveðjugjöf Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 16:45 Teitur með treyjuna glæsilegu vísir/kj Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira