Handbolti

Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Aron Hostert.
Róbert Aron Hostert. Vísir/Vilhelm
Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær.

Oddaleikur Hauka og ÍBV fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum annað kvöld en Eyjamenn eru komnir svona langt þrátt fyrir að hafa aðeins unnið tvo af átta hálfleikjum í einvíginu til þessa.

Eyjamenn unnu báða heimaleiki sína í einvíginu en í þeim báðum var ÍBV-liðið undir í hálfleik. Hálfleiksræður þjálfaranna Gunnars Magnússonar og Arnars Péturssonar hafa í báðum tilfellum kveikt vel í þeirra mönnum.

ÍBV var þremur mörkum undir í hálfleik í leik tvö en vann seinni hálfleikinn með fimm mörkum. Í gær voru Haukar einu marki yfir í hálfleik en Eyjaliðið fór á flug í seinni hálfleiknum sem liðið vann með átta marka mun.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hvernig hver hálfleikur hefur farið í fyrstu fjórum leikjum Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í ár.



Úrslitin eftir hálfleikjum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV

Fyrsti leikur - Haukar unnu 29-28

Fyrri hálfleikur: Jafnt (15-15)

Seinni hálfleikur: Haukar +1 (14-13)

Annar leikur - ÍBV vann 25-23

Fyrri hálfleikur: Haukar +3 (13-10)

Seinni hálfleikur: ÍBV +5 (15-10)

Þriðji leikur - Haukar unnu 26-19

Fyrri hálfleikur: Haukar +4 (14-10)

Seinni hálfleikur: Haukar +3 (12-9)

Fjórði leikur - ÍBV vann 27-20

Fyrri hálfleikur: Haukar +1 (9-8)

Seinni hálfleikur: ÍBV +8 (19-11)

Samantekt:

Haukaliðið hefur unnið fimm hálfleiki

ÍBV-liðið hefur unnið tvo hálfleik

Einn hálfleikur hefur endað með jafntefli


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×