Nánir bræður berjast um Reykjanesbæ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 15:40 Gunnar og Teitur eru báðir í ellefta sæti. „Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
„Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira