Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ kolfallinn Brjánn Jónasson skrifar 14. maí 2014 06:30 Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira