Handbolti

Róbert og Florentina best | Stefán og Thea efnilegust

Róbert Aron var bæði valinn besti leikmaður og besti sóknarmaður Olís deildar karla.
Róbert Aron var bæði valinn besti leikmaður og besti sóknarmaður Olís deildar karla. Fréttablaðið/Daníel
Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, og Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, voru útnefnd bestu leikmenn Olís deildar karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem stendur nú yfir. Þau fengu einnig Valdimarsbikarinn og Sigríðarbikarinn sem eru afhentir ár hvert. Mbl.is greinir frá.

Stefán Darri Þórsson, leikmaður Fram, og Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Fylkis, voru útnefnd efnilegustu leikmenn Olís deildanna.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fékk verðlaun fyrir að vera þjálfari ársins í Olís deild karla og Stefán Arnarson, þjálfari Vals, í Olís deild kvenna.

Róbert Aron var valinn besti sóknarmaðurinn karlamegin og Vera Lopes, úr ÍBV, kvennamegin.

Haukamaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson og Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru útnefnd bestu varnarmennirnir.

Stephen Nielsen úr Fram og Íris Björk Símonardóttir úr Gróttu fengu verðlaun fyrir að vera bestu markmenn Olís deildanna.

Íris Björk fékk einnig háttvísisverðlaun HSÍ ásamt Sturlu Ásgeirssyni úr ÍR, en Sturla var einnig heiðraður fyrir að vera markakóngur Olís deildar karla. Vera Lopes hlaut þann titil kvennamegin.

Florentina Stanciu var útnefnd besti leikmaður Olís deildar kvenna.Vísir/Daníel
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson voru útnefndir besta dómaraparið.

Fjölnir fékk unglingabikar HSÍ.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir þá sem sköruðu fram úr í fyrstu deild karla.

Örn Ingi Bjarkason, leikmaður Aftureldingar, var kjörinn besti leikmaður fyrstu deildarinnar og Selfyssingurinn Ómar IngiMagnússon sá efnilegasti. Þjálfari Ómars hjá Selfossi, Gunnar Gunnarsson, var útnefndur þjálfari ársins í fyrstu deild.

Davíð Svansson, frá Aftureldingu, var valinn besti markvörðurinn, Stjörnumaðurinn Vilhjálmur Halldórsson besti varnarmaðurinn og Örn Ingi besti sóknarmaðurinn. Haraldur Þorvarðarson, leikmaður KR, var markakóngur fyrstu deildarinnar með 140 mörk.


Tengdar fréttir

Ævintýradagur Eyjamanna | Myndband

Eins og frægt er varð ÍBV Íslandsmeistari í handbolta karla á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir eins marks sigur, 28-29, á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×