Innlent

Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson hafa verið ákærðir í þriðja sinn af sérstökum saksóknara. Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun.

Frá þessu var sagt í kvöldfréttum RÚV.

Þremenningarnir voru sakfelldir í Al-Thani málinu svokallaða í desember. Hreiðar Már var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður í fimm ára fangelsi og Magnús í þriggja ára fangelsi.

Samkvæmt heimildum RÚV er þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi gert í ákærunni að hafa misnotað stöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga. Segir að lánin hafi numið tugum milljarða króna og veitt til viðskipta vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann árið 2008.

Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. júní næstkomandi.


Tengdar fréttir

Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita

Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×