Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum 12. desember 2013 15:00 Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu í dag þegar Símon Sigvaldason héraðsdómari las upp dómsorð.Hreiðar Már í fimm og hálfs árs fangelsi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en til kemur gæsluvarðhald sem hann sitja á rannsóknarstigi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Hreiðar Már þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 33,4 milljónir króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hann þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjenda, Gesti Jónssyni, sem sagði sig frá málinu sl. vor 10,8 milljónir króna og Ólafi Eiríkssyni 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn. Þá þurfti hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns Þórólfs Jónssonar, 14,8 milljónir króna og verjanda sem sagði sig frá málinu, Ragnari Hall 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.Eiga sér engar málsbætur Í rökstuðningi dómsins varðandi ákvörðun refsingar segir: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, voru á þeim tíma er brotin voru framin æðstu stjórnendur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Ákærði, Magnús, var framkvæmdastjóri viðskiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og ákærði, Ólafur, einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörðuðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullframin voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur.“Verjendur sakborninga og fulltrúi í dómssal 401 í dag.Ragnar Hall og Gestur „misbuðu virðingu dómsins“ Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru dæmdir til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt hvor fyrir segja sig af tilnefnislausu frá málinu sem verjendur sakborninga á fyrri stigum þess. Um þetta atriði segir í forsendum dómsins: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“ Þá telur dómurinn það aðfinnsluvert að verjendur hafi fengið vitni í málinu á heimsókn á skrifstofu sína til að kynna fyrir þeim gögn þess. Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Í dómnum er þetta gagnrýnt en þar segir: „Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna. (...) Er þetta aðfinnsluvert.“ Þyngsti dómur í efnahagsbrotamáliDómurinn yfir Sigurði og Hreiðar Má er þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Ákært var fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum. Ljóst er að refsirammi vegna umboðssvika er nær fullnýttur en umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Markaðsmisnotkun getur líka varðað allt að sex ára fangelsi en refsing er ákveðin í einu lagi fyrir bæði brotin. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Vísir birti ítarlega fréttaskýringu um málið í morgun sem hægt er að lesa hér. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu í dag þegar Símon Sigvaldason héraðsdómari las upp dómsorð.Hreiðar Már í fimm og hálfs árs fangelsi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en til kemur gæsluvarðhald sem hann sitja á rannsóknarstigi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Hreiðar Már þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 33,4 milljónir króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hann þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjenda, Gesti Jónssyni, sem sagði sig frá málinu sl. vor 10,8 milljónir króna og Ólafi Eiríkssyni 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn. Þá þurfti hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns Þórólfs Jónssonar, 14,8 milljónir króna og verjanda sem sagði sig frá málinu, Ragnari Hall 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.Eiga sér engar málsbætur Í rökstuðningi dómsins varðandi ákvörðun refsingar segir: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, voru á þeim tíma er brotin voru framin æðstu stjórnendur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Ákærði, Magnús, var framkvæmdastjóri viðskiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og ákærði, Ólafur, einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörðuðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullframin voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur.“Verjendur sakborninga og fulltrúi í dómssal 401 í dag.Ragnar Hall og Gestur „misbuðu virðingu dómsins“ Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru dæmdir til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt hvor fyrir segja sig af tilnefnislausu frá málinu sem verjendur sakborninga á fyrri stigum þess. Um þetta atriði segir í forsendum dómsins: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“ Þá telur dómurinn það aðfinnsluvert að verjendur hafi fengið vitni í málinu á heimsókn á skrifstofu sína til að kynna fyrir þeim gögn þess. Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Í dómnum er þetta gagnrýnt en þar segir: „Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna. (...) Er þetta aðfinnsluvert.“ Þyngsti dómur í efnahagsbrotamáliDómurinn yfir Sigurði og Hreiðar Má er þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Ákært var fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum. Ljóst er að refsirammi vegna umboðssvika er nær fullnýttur en umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Markaðsmisnotkun getur líka varðað allt að sex ára fangelsi en refsing er ákveðin í einu lagi fyrir bæði brotin. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Vísir birti ítarlega fréttaskýringu um málið í morgun sem hægt er að lesa hér.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira