Tjónið sagt nema 67 milljörðum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2014 17:42 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga sem keyptu skuldatryggingar á Kaupþing í aðdraganda hrunsins. Ákæran var birt hinum ákærðu á þriðjudag en málið verður þingfest fyrir héraðsdómi 11.júní. Samkvæmt ákærunni voru lánin veitt til að hafa áhrif á skuldatryggingu Kaupþings og þannig lækka fjármagnskostnað bankans. Þá segir; „Lánin voru öll veitt í evrum þótt staða bankans í erlendri mynt væri orðin erfið og undir lokin svo erfið að bankinn fékk 500 milljóna evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands en hluta af því fjármagni var varið til að fjármagna síðustu lánveitingarnar sem ákært er fyrir.“ Félögin sex sem lánað var til voru skráð á bresku Jómfrúareyjunum. Þau voru í eigu eða nátengd þeim Skúla Þorvaldssyni, Ólafi Ólafssyni og Kevin Stanford, nokkrum af stærstu viðskiptamönnum Kaupþings. Útséð virðist með að mikið verði endurheimt af lánsfjárhæðinni: „Það samræmist vel þeirri staðreynd að félögin voru nær eignalaus þegar lánin voru veitt lánunum var öllum ráðstafað til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum, CLN, sem urðu svo verðlaus. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða 67,3 milljarðar króna, er Kaupþingi hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinni valdið Kaupþingi hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni.“ Umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þetta er þriðja ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur þremenningunum. Þeir voru sakfelldir í Al-Thani málinu sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá voru þeir ákærðir ásamt öðrum sex fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í stóra markaðsmisnotkunarmálinu sem er nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Sérstakur saksóknari ákærir Hreiðar, Sigurð og Magnús í þriðja sinn Ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar á bankann fyrir hrun. 7. maí 2014 19:15
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00