Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:48 Guðmundur Hólmar Helgason reynir línusendingu í baráttu við Róbert Aron Hostert. Vísir/Daníel Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti