Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:48 Guðmundur Hólmar Helgason reynir línusendingu í baráttu við Róbert Aron Hostert. Vísir/Daníel Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira