„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 00:01 Gunnar Ingi segir hárlit hafa selst betur eftir hrun. Vísir/Stefán „Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira