NBA: Hawks og Mavericks í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 11:00 Blake Griffin og DeMarcus Cousins Vísir/AP Images Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira