NBA: Hawks og Mavericks í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 11:00 Blake Griffin og DeMarcus Cousins Vísir/AP Images Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí. Fáir áttu von að því að leikmenn Atlanta næðu að stríða ríkjandi meistarum í Miami Heat sem eru í harðri keppni við Indiana Pacers upp á heimavallarétt í úrslitakeppninni. Góð vörn heimamanna í Atlanta hélt hinsvegar sóknarleik Miami í skefjum og fengu Miami aðeins átta stig af varamannabekknum í leiknum. Fyrir vikið er Indiana Pacers komið aftur í bílstjórasætið í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni en Indiana þarf að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að tryggja heimavallarétt út úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Einnig er ljóst að New York Knicks á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Carmelo Anthony tekur ekki þátt í úrslitakeppninni frá því að hann byrjaði að spila í deildinni. Með sigri í gærkvöld náðu leikmenn Los Angeles Clippers að jafna félagsmet yfir flesta sigra á einu tímabili þegar félagið á tvo leiki eftir. Metið var sett á síðasta ári með sigri á Sacramento Kings í lokaleik tímabilsins og jöfnuðu leikmenn Clippers þann árangur gegn Sacramento í gær. Blake Griffin fór fyrir liði Clippers með 27 stig en Chris Paul átti einnig stórfínan leik með 17 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar.James Harden var atkvæðamestur í liði Houston Rockets í tæpum sigri á New Orleans Pelicans í Houston. Gestirnir úr New Orleans voru átta stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Houston sneru taflinu við og enduðu leikinn á 15-0 kafla sem tryggði sigurinn. Phoenix Suns virðist ætla að missa af sæti í úrslitakeppninni eftir naumt tap gegn Dallas Mavericks í nótt. Með sigrinum tryggði Dallas sæti sitt í úrslitakeppninni en ljóst er að Phoenix þarf að treysta á að Memphis Grizzlies tapi tveimur af þremur lokaleikjum sínum til þess að Phoenix eigi möguleika á sæti í úrslitakeppninni.Úrslit: Los Angeles Clippers 117-101 Sacramento Kings Charlotte Bobcats 111-105 Philadelphia 76ers Washington Wizards 104-91 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 98-85 Miami Heat Cleveland Cavaliers 99-111 Boston Celtics Houston Rockets 111-104 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 101-98 Phoenix Suns Denver Nuggets 101-94 Utah Jazz
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira