Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 23-22 | Deildarmeistararnir taplausir á heimavelli Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 14. apríl 2014 17:56 Vísir/Valli Deildarmeistarar Hauku unnu enn einn leikinn í Olís-deild karla í kvöld, en þeir unnu ÍBV, 23-22. Haukar töpuðu ekki leik á heimavelli í vetur. Jafnræði var með liðunum á fyrstu fimm mínútunum og lítið var um varnarleik. Eftir fimm mínútur voru kominn átta mörk og það segir allt sem segja þarf. Eyjamenn voru ávallt einum til tveimur mörkum frá heimamönnum sem voru að spila virkilega vel í byrjun, hraðan og skemmtilegan sóknarleik. Eyjamenn bitu svo aðeins frá sér og breyttu stöðunni úr 7-5 í 7-8 sér í vil. Þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka leikhlé og fór aðeins yfir málin með sínum mönnum. Eftir leikhléið gáfu heimamenn svo aftur í og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 13-11. Markverðirnir höfðu báðir varið ágætlega í fyrri hálfleik og sóknarleikur beggja liða var góður á köflum. Tveggja marka munur er afar lítill munur í handbolta og það var spurning hvað Eyjamenn myndu gera gegn feyknasterku Haukaliði í síðari hálfleik. Heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og virtust ætla stinga af. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum og breyttu stöðunni úr 15-11 í 15-14 og munurinn eitt mark eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Liðin skiptust á að skora og var leikurinn virkilega jafn. Haukarnir voru þó ívið sterkari aðilinn og náðu góðum kafla um miðbik síðari hálfleiks þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir, 19-15, þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn voru ekki hættir og minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar þrjár mínútur voru eftir jöfnuðu þeir metin í 21-21. Patrekur tók þá sitt þriðja og síðasta leikhlé og hans menn sigldu sigrinum heim eftir dramatískar lokasekúndur. Lokatölur, 23-22, deildarmeisturunum í hag. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk fyrir Hauka og átti ágætan dag. Hann hefur þó nýtt sín færi betur, en skilaði mikilvægum mörkum. Árni Steinn Steinþórsson spilaði liðsfélaga sína oftar en ekki vel uppi og skoraði að auki fimm mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði vel í marki Hauka sem og markvörður ÍBV, Henrik Vikan Eidsvag, en báðir voru þeir með um 45% markvörslu. Theodór Sigurbjörnsson var bestur hjá ÍBV, en hann sýndi það og sannaði að hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar. Róbert Aron Hostert hefur oft sýnt betri leik, en hann á eftir að sýna sparihliðarnar í úrslitakeppninni. Leikurinn bar þess merki að lítið sem ekkert var undir. Liðin gerðu sig bæði sek um slæm mistök og hentu boltanum frá sér við minnsta tilefni. Bæði lið dreifðu mannskapnum vel og margir fengu að spila. Áhorfendur fengu spennandi leik og stuðningsmenn heimamanna fóru að minnsta kosti glaðir heim. Hafnarfjarðarslagur verður í undanúrslitunum eftir að FH hirti fjórða sætið í Olís-deildinni, en FH hafa ekki verið mikil fyrirstaða fyrir Hauka í vetur sem hafa unnið FH í öll skipti sem þau hafa mæst. ÍBV fær verðugt verkefni en þeir mæta Val í undanúrslitunum. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV: Lítið undir og gæðin eftir því ,,Þetta var hálf skrýtinn leikur. Það var lítið undir og gæðin kannski eftir því," sagði Gunnar við Vísi í leikslok. ,,Klaufagangur okkar í lokin gerði það að verkum að við förum héðan án stiga. Smá meiri yfirvegun í færunum í lokin hefði gert okkur gott. Við komumst hins vegar vel frá leiknum, notum alla og allir heilir og ferskir eftir leikinn. Það eru allir klárir í úrslitakeppni." ,,Menn reyndu að hafa gaman að þessu. Bæði lið notuðu marga leikmenn og það gerði það að verkum að þetta var skemmtilegur leikur." ,,Við fórum illa að ráði okkar síðustu fimm mínúturnar. Við fengum dauðafæri og hraðaupphlaup og annað sem við fórum með. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki náð í stig hérna í kvöld." ÍBV mætir Val í undanúrslitum og Gunnari líst vel á það verkefni: ,,Valur er með hörkulið og flottan mannskap og þjálfara. Ég á von á hörkuviðureign. Við erum ekki hættir og ætlum að bíta frá okkur. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessu og liðið ætlar að njóta þess í botn að taka þátt í þessu," sagði Gunnar Magnússon í leikslok. Patrekur Jóhannsson, þjálfari Hauka: Hlakka til að mæta FH ,,Þetta var skref fram á við hjá okkur miðað við leikinn á móti Akureyri. Við vissum það fyrirfram að liðin myndu enda í fyrsta og öðru sæti," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Leikurinn var svolítið afslappaður og töluvert um kæruleysis mistök, sendingar og annað sem við þurfum að laga fyrir úrslitakepppnina." ,,Planið hjá okkur var að tækla þetta bara með stæl. Við erum taplausir á heimavelli í vetur, en höfum reyndar gert jafntefli á móti Akureyri og Val. Gott að klára leikinn með sigri." ,,Grétar stóð sig mjög vel í markinu og hann sýndi að hann er efnilegur. Vörnin var fín á köflum, en sóknarleikurinn bar þess merki að það var lítið undir. Það var fínt að klára mótið með þessum tveimur stigum og vinna deildina á stigamun, ekki innbyrðis viðureignum." Patreki líst vel á komandi mótherja, grannana í FH: ,,Það verður hörkubarátta. Það verður auðvelt fyrir mannskapinn að gíra sig upp í þá leiki. Ég hlakka bara til og FH er með hörkulið. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Við vitum að núna byrjar alvaran." Er Íslandsmeistaratitillinn á leið á Ásvelli eftir þriggja ára fjarveru? ,,Ég held að öll fjögur liðin hugsi um að vinna þann stóra, annars væri eitthvað óeðlilegt hjá öllum liðum. Hann hefur ekki komið hingað í þrjú ár, en þetta verður ekki auðvelt. Þetta eru hörkulið." ,,ÍBV, Valur og FH. Þetta eru hörkulið og Framararnir hafa einnig verið að spila vel í vetur og hefðu átt skilið að vera þarna. Þetta var mjög þéttur pakki og ÍR var líka í þessu. Það eru öll lið sem vilja vinna og við erum eins með það," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Deildarmeistarar Hauku unnu enn einn leikinn í Olís-deild karla í kvöld, en þeir unnu ÍBV, 23-22. Haukar töpuðu ekki leik á heimavelli í vetur. Jafnræði var með liðunum á fyrstu fimm mínútunum og lítið var um varnarleik. Eftir fimm mínútur voru kominn átta mörk og það segir allt sem segja þarf. Eyjamenn voru ávallt einum til tveimur mörkum frá heimamönnum sem voru að spila virkilega vel í byrjun, hraðan og skemmtilegan sóknarleik. Eyjamenn bitu svo aðeins frá sér og breyttu stöðunni úr 7-5 í 7-8 sér í vil. Þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka leikhlé og fór aðeins yfir málin með sínum mönnum. Eftir leikhléið gáfu heimamenn svo aftur í og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 13-11. Markverðirnir höfðu báðir varið ágætlega í fyrri hálfleik og sóknarleikur beggja liða var góður á köflum. Tveggja marka munur er afar lítill munur í handbolta og það var spurning hvað Eyjamenn myndu gera gegn feyknasterku Haukaliði í síðari hálfleik. Heimamenn skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og virtust ætla stinga af. Gestirnir voru ekki dauðir úr öllum æðum og breyttu stöðunni úr 15-11 í 15-14 og munurinn eitt mark eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Liðin skiptust á að skora og var leikurinn virkilega jafn. Haukarnir voru þó ívið sterkari aðilinn og náðu góðum kafla um miðbik síðari hálfleiks þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir, 19-15, þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn voru ekki hættir og minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar þrjár mínútur voru eftir jöfnuðu þeir metin í 21-21. Patrekur tók þá sitt þriðja og síðasta leikhlé og hans menn sigldu sigrinum heim eftir dramatískar lokasekúndur. Lokatölur, 23-22, deildarmeisturunum í hag. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk fyrir Hauka og átti ágætan dag. Hann hefur þó nýtt sín færi betur, en skilaði mikilvægum mörkum. Árni Steinn Steinþórsson spilaði liðsfélaga sína oftar en ekki vel uppi og skoraði að auki fimm mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði vel í marki Hauka sem og markvörður ÍBV, Henrik Vikan Eidsvag, en báðir voru þeir með um 45% markvörslu. Theodór Sigurbjörnsson var bestur hjá ÍBV, en hann sýndi það og sannaði að hann er einn af betri leikmönnum deildarinnar. Róbert Aron Hostert hefur oft sýnt betri leik, en hann á eftir að sýna sparihliðarnar í úrslitakeppninni. Leikurinn bar þess merki að lítið sem ekkert var undir. Liðin gerðu sig bæði sek um slæm mistök og hentu boltanum frá sér við minnsta tilefni. Bæði lið dreifðu mannskapnum vel og margir fengu að spila. Áhorfendur fengu spennandi leik og stuðningsmenn heimamanna fóru að minnsta kosti glaðir heim. Hafnarfjarðarslagur verður í undanúrslitunum eftir að FH hirti fjórða sætið í Olís-deildinni, en FH hafa ekki verið mikil fyrirstaða fyrir Hauka í vetur sem hafa unnið FH í öll skipti sem þau hafa mæst. ÍBV fær verðugt verkefni en þeir mæta Val í undanúrslitunum. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV: Lítið undir og gæðin eftir því ,,Þetta var hálf skrýtinn leikur. Það var lítið undir og gæðin kannski eftir því," sagði Gunnar við Vísi í leikslok. ,,Klaufagangur okkar í lokin gerði það að verkum að við förum héðan án stiga. Smá meiri yfirvegun í færunum í lokin hefði gert okkur gott. Við komumst hins vegar vel frá leiknum, notum alla og allir heilir og ferskir eftir leikinn. Það eru allir klárir í úrslitakeppni." ,,Menn reyndu að hafa gaman að þessu. Bæði lið notuðu marga leikmenn og það gerði það að verkum að þetta var skemmtilegur leikur." ,,Við fórum illa að ráði okkar síðustu fimm mínúturnar. Við fengum dauðafæri og hraðaupphlaup og annað sem við fórum með. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki náð í stig hérna í kvöld." ÍBV mætir Val í undanúrslitum og Gunnari líst vel á það verkefni: ,,Valur er með hörkulið og flottan mannskap og þjálfara. Ég á von á hörkuviðureign. Við erum ekki hættir og ætlum að bíta frá okkur. Við erum búnir að vinna mikið fyrir þessu og liðið ætlar að njóta þess í botn að taka þátt í þessu," sagði Gunnar Magnússon í leikslok. Patrekur Jóhannsson, þjálfari Hauka: Hlakka til að mæta FH ,,Þetta var skref fram á við hjá okkur miðað við leikinn á móti Akureyri. Við vissum það fyrirfram að liðin myndu enda í fyrsta og öðru sæti," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Leikurinn var svolítið afslappaður og töluvert um kæruleysis mistök, sendingar og annað sem við þurfum að laga fyrir úrslitakepppnina." ,,Planið hjá okkur var að tækla þetta bara með stæl. Við erum taplausir á heimavelli í vetur, en höfum reyndar gert jafntefli á móti Akureyri og Val. Gott að klára leikinn með sigri." ,,Grétar stóð sig mjög vel í markinu og hann sýndi að hann er efnilegur. Vörnin var fín á köflum, en sóknarleikurinn bar þess merki að það var lítið undir. Það var fínt að klára mótið með þessum tveimur stigum og vinna deildina á stigamun, ekki innbyrðis viðureignum." Patreki líst vel á komandi mótherja, grannana í FH: ,,Það verður hörkubarátta. Það verður auðvelt fyrir mannskapinn að gíra sig upp í þá leiki. Ég hlakka bara til og FH er með hörkulið. Við berum mikla virðingu fyrir þeim. Við vitum að núna byrjar alvaran." Er Íslandsmeistaratitillinn á leið á Ásvelli eftir þriggja ára fjarveru? ,,Ég held að öll fjögur liðin hugsi um að vinna þann stóra, annars væri eitthvað óeðlilegt hjá öllum liðum. Hann hefur ekki komið hingað í þrjú ár, en þetta verður ekki auðvelt. Þetta eru hörkulið." ,,ÍBV, Valur og FH. Þetta eru hörkulið og Framararnir hafa einnig verið að spila vel í vetur og hefðu átt skilið að vera þarna. Þetta var mjög þéttur pakki og ÍR var líka í þessu. Það eru öll lið sem vilja vinna og við erum eins með það," sagði Patrekur við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira