Handbolti

Fyrsti Hafnarfjarðarslagurinn í úrslitakeppninni í níu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
FH-ingar urðu í gær fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á ÍR í Austurbergi.

FH-ingar tryggði sér þar með leiki á móti deildarmeisturum Hauka en þetta verður í fyrsta sinn í níu ár sem Hafnarfjarðarliðin mætast í úrslitakeppninni.

Haukar hafa sópað FH-ingum út í síðustu þremur einvígum liðanna í úrslitakeppninni en FH sló Hauka út í tveimur fyrstu einvígunum árið 1996 og 1998.

Það hefur verið mikil spenna í leikjum liðanna þrátt fyrir „sópin“ sem sést vel á því að fimm leikir liðanna í úrslitakeppninni hafa farið í framlengingu og tveir þeirra hafa verið tvíframlengdir.

Fyrsti leikur Hauka og FH fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á þriðjudaginn eftir viku en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn á móti annaðhvort Val eða ÍBV.



Viðureignir Hauka og FH í sögu úrslitakeppninnar 1992-2013:

2005 - 8 liða úrslit

Haukar - FH 2-0 (29-22, 34-30 (27-27)

2002 - 8 liða úrslit

Haukar - FH 2-0 (26-17, 28-23)

2001 - 8 liða úrslit

Haukar - FH 2-0 (32-31 (25-25, 28-28), 28-22)

1998 - 8 liða úrslit

FH - Haukar 2-1 (28-21, 18-24, 26-24 (20-20))

1996 - 8 liða úrslit

Haukar - FH 1-2 (25-27, 31-30 (24-24, 28-28), 27-28 (23-23))


Tengdar fréttir

Bjarki Sig: Allt að vinna gegn okkur

ÍR tapaði gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta og fer í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Bjarni er á leiðinni heim

Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari Akureyrarliðsins undanfarin ár og næstmarkahæsti leikmaður Olís-deildar karla, spilaði í gær sinn síðasta leik með Akureyri þegar liðið vann HK og tryggði sér áframhaldandi sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×