Viðmiðum Kyoto náð en vistsporið risastórt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. apríl 2014 14:49 Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna. Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur nú lokahönd á árlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Þrátt fyrir að vera tæpum 30% yfir viðmiði Kyoto-bókunarinnar er losun Íslands enn innan marka. Á síðasta aldarfjórðungi hefur útblástur frá stóriðju aukist um 116%. Von er á skýrslunni á allra næstu dögum en hún verður sem fyrr send á loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Í þessum tölum, sem ná frá árinu 1990 til 2012, fæst svar við því hvort að Íslendingar uppfylli ákvæði rammasamnings Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar og þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi samningur er betur þekktur sem Kyoto-bókunin. Endanlegt markmið er að draga úr losun um 50% til 75% fyrir árið 2050, þar sem viðmiðunarárið er 1990. Það ár nam heildarlosun þessara efna rúmlega 3.500 þúsund tonnum. Sérstök áhersla er lögð á sex lofttegundir: Koltvísýring (CO2), Metan (CH4), Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O), brennisteins- hexaflúor (SF6), perflúoruð efni (PFC) og vetnisflúorkolefni (HFC). Nýjustu mælingar sýna að heildarútblástur var tæplega 4.500 tonn árið 2012. Þetta er aukning um 26% sé miðað við útblástur árið 1990. Koltvísýringur er langstærsti þátturinn í heildarútblæstri. Ísland er eitt af örfáum löndum sem mega losa svo hlutfallslega mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Ástæðan fyrir þessu er sú að stök verkefni, á borð við stóriðju, geta haft verulega hlutfallsleg áhrif á heildarlosun landsins. Samkvæmt hinu íslenska ákvæði í Kyoto-bókuninni þarf Ísland ekki að telja með útblástur frá nýjum verkefnum í stóriðju. Þessi útblástur er 60% af heildarlosun árið 2012. Þegar losunin er flokkuð eftir mismunandi þáttum eða geirum kemur í ljós að orkugeirinn og iðnaðarferlar, sem taka til stóriðju, eru áberandi. Útblástur frá stóriðju og iðnaðarferlum jókst um tæp 5% milli áranna 2011 og 2012 en um rúmlega 116% frá árinu 1990. Iðnaðarferlar voru 25% af heildarlosun Íslands árið 1990 en eru nú 42%. Vægi orkugeirans í heildarútblæstri hefur minnkað, eða úr 50% í 38%. Þrátt fyrir þessa stöðu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru ákvæði Kyoto ekki brotin. Í raun hefur ákveðin stöðuleiki náðst milli ára. Þó svo að þessar tölur séu ógnvekjandi þá er Ísland ekki að brjóta samningsákvæði sín. Sú staðreynd blasir þó við að Ísland er nú stórveldi þegar kemur að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ef jarðarbúar myndu haga sér eins og Íslendingar þyrftu sex jarðir til að standa undir neyslunni.Daði Már Kristófersson dósent í náttúruauðlindahagfræði við HÍ.VÍSIR/HÍ„Það verður að segjast eins og er að útblástur hér er mjög mikill. Það er oft talað um það að Íslendingar noti mikið af endurnýjanlegri orku og það er alveg rétt. En við engu að síður notum við gríðarlega mikið af orku,“ segir Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur. „Tilfellið er nú það að vistspor Íslands er ansi stórt.“ Daði Már bendir á að veruleg en jafnframt ódýr tækifæri séu til staðar til að draga úr þessari losun. „Það að koma á langtíma pólitískum vilja krefst alþjóðlegrar samstöðu og eins og staðan er í dag þá er nú frekar ósennilegt að sú samstaða sé að vakna.
Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira