Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2014 21:15 Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00