Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir 9. apríl 2014 11:45 Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“ Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“
Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00