Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir 9. apríl 2014 11:45 Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“ Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Róbert Guðfinnsson var róttækur vinstrimaður sem ólst upp á siglfirsku alþýðuheimili. Byrjaði ungur á sjónum á skipum Þormóðs ramma en vann sig upp í forstjórastarfið. Gerði hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands en söðlaði svo óvænt um og hélt út í heim. Ágóðann af velgengninni erlendis nýtir hann nú til fjárfestinga á Siglufirði. Í síðustu tveimur þáttum af Um land allt á Stöð 2 hefur Kristján Már Unnarsson rakið sögu Róberts. Seinni þáttinn, sem var á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þann fyrri má nálgast hér á sjónvarpssíðu Vísis. „Það sem gerir þetta trúverðugt er að það hvíla ekki skuldir á einu eða neinu. Hann leggur þetta fé til og svo er að sjá hvernig reksturinn gengur,“ segir Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, sem er einn viðmælenda Kristjáns Más. Í þættinum segir Róbert eina aðalástæðu þess að hann leggur krafta sína í uppbyggingu Siglufjarðar vera að sem ungur maður horfði hann upp á bæinn ganga í gegnum síldarhrunið. Róbert segist ekki leggja allt þetta fjármagn til samfélagsins til að tapa því. Fyrst og fremst ætli hann að láta peningana ávaxtast. „En með öðru hugarfari. Skammtímahyggjan hefur oft dregið menn inn í bóluhagkerfi þar sem að allir hugsa í sömu áttina. Hvernig hægt sé að fá skjótfenginn gróða og eyða honum. Í okkar tilfelli nýtum við fjármagn sem við höfum aflað á erlendri grundu til þess að vera langtímafjárfestar í umbreytingarverkefni í litlum bæ norður undir heimsskautsbaug.“ Hann segir fjárfestinguna eiga eftir að skila sér. Það muni aftur á móti taka lengri tíma en flestir gera kröfu um. „Við erum sátt við það og við vonum einnig að það sem við gerum efli aðra. Þetta hafi margfeldiáhrif í samfélaginu.“
Fjallabyggð Um land allt Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00