Handbolti

Leik Akureyrar og Vals aftur frestað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta leik Akureyrar og Vals í Olís deild karla annan daginn í röð en það er aftur gert vegna ófærðar milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Leikur Akureyrar og Vals átti upphaflega að fram í Höllinni á Akureyri í gær en var fyrst frestað þangað til í kvöld. Leikurinn var einnig færður yfir í KA-heimilið.

Nú hefur HSÍ fært leikinn þangað til klukkan 16.00 á morgun og mun hann áfram fara fram í KA-heimilinu.

Þetta verður fyrsti leikurinn í efstu deild karla í handbolta sem fer fram í KA-heimilinu í nokkur ár.

Valsmenn fara langt með að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri en liðið væri þá með sex stiga forskot á FH í fimmta sætinu þegar sex stig væru eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×