Valsmenn sigruðust á heiðinni en misstu annað stigið til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2014 21:12 Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri. Vísir/Daníel Eftir endalausar frestanir vegna veðurs fór leikur Akureyrar og Vals í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta loksins fram í kvöld. Valsarar voru lengi á leiðinni norður en þeir stoppuðu m.a. í Varmahlíð í dag þar sem Öxnadalsheiðin var ófær. Hana tókst þó að opna með herkjum og komst Valsliðið á endanum til Akureyrar. Þessi ævintýraferð endaði svo með æsispennandi leik gegn Akureyri en liðin skildu jöfn eftir magnaðar lokamínútur, 24-24. Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og var einnig yfir, 17-16, eftir sex mínútur í seinni hálfleik. En Valsmenn skoruðu þá sex mörk gegn einu og komust yfir, 22-18, þegar níu mínútur voru eftir. Akureyri náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 24-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valsmenn enn með pálmann í höndunum. En Sigþór Heimisson reyndist hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði leikinn, 24-24, og tryggði sínum mönnum mikilvægt stig.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með sex mörk en Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og GeirGuðmundsson sjö á sínum gamla heimavelli. Valur er í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Akureyri er með 13 stig í sjöunda sæti og stefnir í að liðið spili umspilssleiki við lið úr 1. deild um áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6/1, Kristján Orri Jóhannsson 5, Sigþór Heimisson 4, Valþór Guðrúnarson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2, Daníel Matthíasson 1.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 8/2, Geir Guðmundsson 7, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Hlynur Morthens 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Vignir Stefánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is. Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Eftir endalausar frestanir vegna veðurs fór leikur Akureyrar og Vals í 18. umferð Olís-deildar karla í handbolta loksins fram í kvöld. Valsarar voru lengi á leiðinni norður en þeir stoppuðu m.a. í Varmahlíð í dag þar sem Öxnadalsheiðin var ófær. Hana tókst þó að opna með herkjum og komst Valsliðið á endanum til Akureyrar. Þessi ævintýraferð endaði svo með æsispennandi leik gegn Akureyri en liðin skildu jöfn eftir magnaðar lokamínútur, 24-24. Akureyri var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og var einnig yfir, 17-16, eftir sex mínútur í seinni hálfleik. En Valsmenn skoruðu þá sex mörk gegn einu og komust yfir, 22-18, þegar níu mínútur voru eftir. Akureyri náði að minnka muninn niður í tvö mörk, 24-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Valsmenn enn með pálmann í höndunum. En Sigþór Heimisson reyndist hetja heimamanna því hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði leikinn, 24-24, og tryggði sínum mönnum mikilvægt stig.Bjarni Fritzson var markahæstur heimamanna með sex mörk en Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og GeirGuðmundsson sjö á sínum gamla heimavelli. Valur er í þriðja sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Akureyri er með 13 stig í sjöunda sæti og stefnir í að liðið spili umspilssleiki við lið úr 1. deild um áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzsson 6/1, Kristján Orri Jóhannsson 5, Sigþór Heimisson 4, Valþór Guðrúnarson 3, Andri Snær Stefánsson 3, Þrándur Gíslason Roth 2, Daníel Matthíasson 1.Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 8/2, Geir Guðmundsson 7, Elvar Friðriksson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Hlynur Morthens 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Vignir Stefánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1. Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá mbl.is.
Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira